Hótel langt innan verndarlínu Svavar Hávarðsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Gamla Hótel Reykjahlíð, og uppbygging nýs hótels, er aðeins 50 metra frá bökkum Mývatns. vísir/Vilhelm „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi framkvæmd verður aldrei heimiluð nema fráveitumál hótelsins uppfylli þær kröfur sem um svæðið gilda, annaðhvort verður framkvæmdaaðili því að setja upp hreinsistöð eða hreinlega keyra skólp út af svæðinu,“ segir Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun (UMST), um áform Icelandair Hotels um að margfalda stærð Hótels Reykjahlíðar með tveimur viðbyggingum. Frárennslismál þéttbýlis í Mývatnssveit hafa mikið verið til umræðu síðustu vikurnar vegna óheillaþróunar í lífríki Mývatns. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa í tengslum við fréttaflutning um Mývatn lýst furðu sinni og áhyggjum yfir því að til greina komi að reisa nýtt hótel aðeins 30 til 50 metra frá Mývatni. Stórum spurningum eigi eftir að svara er varða lífríki vatnsins og því skjóti það skökku við að byggja svo nærri vatninu. Þessar ábendingar hverfast allar um þá staðreynd að byggingin á að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálfandafljóts. Byggingarreiturinn sem um ræðir er Mývatnsmegin við þjóðveg 1 og um 30 metra frá vatnsbakkanum. Þar stendur fyrir Hótel Reykjahlíð sem var reist árið 1948. Þéttbýlið í Reykjahlíð er austan við þjóðveginn. Hótelið er nú um 600 fermetrar með níu herbergjum en verður tæplega 3.700 fermetrar með 43 herbergjum gangi þetta eftir – og að því næst verður komist.Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, tekur það skýrt fram að það eina sem hafi verið ákveðið varðandi hótelbygginguna af hálfu sveitarfélagsins sé að heimila skipulagsvinnuna. „Það er almennt þannig að Umhverfisstofnun er leyfisveitandi innan verndarlínunnar. En það sem sveitarfélagið gerði, í því ljósi að fyrirtækið [Icelandair Hotels] á þessa lóð, var að samþykkja að hleypa þessu í skipulagsferli. Þannig koma fram athugasemdir og ólík sjónarmið. Við erum ekki að gefa leyfi til að gera eitt eða neitt, einungis að leyfa þeim að hefjast handa við skipulag. Síðan hafa menn sínar skoðanir á þessu og þær geta verið ýmsar,“ segir Jón Óskar. Aðalbjörg Birna segir til viðbótar við kröfur um fráveitumál hótelsins hvað varðar „útlit bygginga og áhrif þeirra á landslag og ásýnd, ásamt áhrifum framkvæmda og reksturs á lífríkið svo nálægt vatninu, þá er það eitthvað sem við munum meta þegar við fáum leyfisumsóknina inn til okkar. Þar munum við m.a. leita til sérfræðinga í lífríkismálum, svo sem Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn (RAMÝ) og Náttúrufræðistofnun.“Á verndarsvæði sérlaga Hótel Reykjahlíð er staðsett langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár en allar framkvæmdir innan þess eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar. Verndarsvæðið er 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Lífríki Mývatns er undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Ég held að það sé alveg ljóst að þessi framkvæmd verður aldrei heimiluð nema fráveitumál hótelsins uppfylli þær kröfur sem um svæðið gilda, annaðhvort verður framkvæmdaaðili því að setja upp hreinsistöð eða hreinlega keyra skólp út af svæðinu,“ segir Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun (UMST), um áform Icelandair Hotels um að margfalda stærð Hótels Reykjahlíðar með tveimur viðbyggingum. Frárennslismál þéttbýlis í Mývatnssveit hafa mikið verið til umræðu síðustu vikurnar vegna óheillaþróunar í lífríki Mývatns. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa í tengslum við fréttaflutning um Mývatn lýst furðu sinni og áhyggjum yfir því að til greina komi að reisa nýtt hótel aðeins 30 til 50 metra frá Mývatni. Stórum spurningum eigi eftir að svara er varða lífríki vatnsins og því skjóti það skökku við að byggja svo nærri vatninu. Þessar ábendingar hverfast allar um þá staðreynd að byggingin á að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálfandafljóts. Byggingarreiturinn sem um ræðir er Mývatnsmegin við þjóðveg 1 og um 30 metra frá vatnsbakkanum. Þar stendur fyrir Hótel Reykjahlíð sem var reist árið 1948. Þéttbýlið í Reykjahlíð er austan við þjóðveginn. Hótelið er nú um 600 fermetrar með níu herbergjum en verður tæplega 3.700 fermetrar með 43 herbergjum gangi þetta eftir – og að því næst verður komist.Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, tekur það skýrt fram að það eina sem hafi verið ákveðið varðandi hótelbygginguna af hálfu sveitarfélagsins sé að heimila skipulagsvinnuna. „Það er almennt þannig að Umhverfisstofnun er leyfisveitandi innan verndarlínunnar. En það sem sveitarfélagið gerði, í því ljósi að fyrirtækið [Icelandair Hotels] á þessa lóð, var að samþykkja að hleypa þessu í skipulagsferli. Þannig koma fram athugasemdir og ólík sjónarmið. Við erum ekki að gefa leyfi til að gera eitt eða neitt, einungis að leyfa þeim að hefjast handa við skipulag. Síðan hafa menn sínar skoðanir á þessu og þær geta verið ýmsar,“ segir Jón Óskar. Aðalbjörg Birna segir til viðbótar við kröfur um fráveitumál hótelsins hvað varðar „útlit bygginga og áhrif þeirra á landslag og ásýnd, ásamt áhrifum framkvæmda og reksturs á lífríkið svo nálægt vatninu, þá er það eitthvað sem við munum meta þegar við fáum leyfisumsóknina inn til okkar. Þar munum við m.a. leita til sérfræðinga í lífríkismálum, svo sem Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn (RAMÝ) og Náttúrufræðistofnun.“Á verndarsvæði sérlaga Hótel Reykjahlíð er staðsett langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár en allar framkvæmdir innan þess eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar. Verndarsvæðið er 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Lífríki Mývatns er undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent