Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 18:50 Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira