Innlent

Ingvi Hrafn hress og brattur eftir heilablæðinguna

Jakob Bjarnar skrifar
Þú ert svo magnaður, segir Geir Jón um Ingva Hrafn og eru það orð að sönnu; hann er mættur í sláttinn við Langá með hjartalínurit um hálsinn.
Þú ert svo magnaður, segir Geir Jón um Ingva Hrafn og eru það orð að sönnu; hann er mættur í sláttinn við Langá með hjartalínurit um hálsinn.
„Útskrifaður og kominn i sláttinn á Langárbökkum með hjartalínurit um hálsinn. Kærar þakkir fyrir hlýhug og vináttu,“ skrifar Ingvi Hrafn Jónsson eigandi og prímusmótor sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.

Og með birtir hann mynd af sér þar sem hann er ber að ofan við óðal sitt og afdrep sem hann á við Langá í Borgarfirði.

Eins og fram hefur komið fékk Ingvi Hrafn heilablæðingu í beinni útsendingu.

„Ég var að byrja að taka upp inngang að Hrafnaþingsþætti þannig að ég á þetta heilablóðfall í beinni útsendingu,“ sagði Ingvi Hrafn í samtali við Vísi og tilkynnti að hann ætli að afhenda læknadeild háskólans upptöku af atvikinu svo „ungir framtíðarlæknar“ geti lært af reynslu sinni.

Ingvi Hrafn gerði sex eða sjö tilraunir til að reyna að byrja þáttinn, en kom ekki upp orði, og er það alveg nýtt fyrir Ingva Hrafn sem er frægur orðhákur. En, taltruflanir eru algengt einkenni heilablóðfalls. 

Á Facebooksíðu Ingva Hrafns rignir yfir hann baka og baráttukveðjum svo sem frá söngvurunum Höllu Margréti og Bó Hall auk þess sem hinn hávaxni lögreglumaður Geir Jón Þórisson lætur í té aðdáun sína á baráttuþreki Ingva Hrafns. „Þú ert svo magnaður.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×