Fylgi Guðna haggast ekki Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 7. júní 2016 04:00 Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson heldur öruggu forskoti sínu á aðra frambjóðendur til forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka myndu kjósa Guðna í embættið ef kosið væri nú. Tæp átján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson, tæp ellefu Andra Snæ Magnason og rúm sjö prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Aðrir eru með minna. Þetta þýðir að fylgi frambjóðendanna er nánast óbreytt frá því í könnun sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudaginn fyrir viku. Þar var Guðni einnig með stuðning 60 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, Davíð Oddsson tæplega nítján, Andri Snær með rúmlega 11 prósent og Halla tæplega sex prósent. Breytingin er í öllum tilfellum innan vikmarka. Kosningar fara fram laugardaginn 25. júní, eða eftir átján daga. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöður könnunarinnar, sem og annarra sem gerðar hafa verið síðustu vikur sýni að línur séu að skýrast. „Þær sýna svo ótvírætt forskot Guðna. Davíð hefur ekki farið mikið upp fyrir tuttugu prósent. Aðrir eru svo með minna. Það er helst Halla sem er að sækja í sig veðrið og nálgast Andra.“ Hún segir svona mikið forskot eins frambjóðanda geta orðið til þess að kjörsókn verði lakari en ella. „Ef það er mjótt á mununum getur fólk talið að það skipti frekar máli að mæta á kjörstað til að hafa áhrif á niðurstöðuna.“ Þegar rýnt er í niðurstöðu eftir kynjum sést að Andri Snær hefur umtalsvert meiri stuðning meðal kvenna en karla. Þrettán prósent kvenna sem afstöðu taka segjast myndu kjósa hann en 8,6 prósent karla. Guðni Th. hefur einnig talsvert meira fylgi meðal kvenna en 67 prósent kvenna styðja hann á móti tæplega 54 prósentum karla, Halla Tómasdóttir hefur stuðning 8,4 prósent karla en 6,2 prósent kvenna. Sá munur er þó innan vikmarka. Davíð Oddsson er líka vinsælli meðal karla en 24,8 prósent karla styðja hann á móti 11,1 prósenti kvenna. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 67,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira