Það er alltaf einhver afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 10:30 "Á svona sýningu sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér,“ segir Sara. Mynd/Hanna Sara Björnsdóttir myndlistarkona stendur í tiltekt þegar ég næ í hana í síma. Hún er á förum til London eftir að hafa sett upp sýninguna Flâneur (Flandrarinn) í Gerðarsafni í Kópavogi sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að keppast við að losa íbúð sem ég fékk á leigu meðan á dvöl minni stóð – ég á náttúrlega hvergi heima,“ segir Sara til skýringar. Kveðst reyndar hafa frestað brottför af landinu um viku, frá upphaflegri áætlun. „Sýningin fangaði mig svo að ég fékk allt of lítinn tíma með fjölskyldu minni og ákvað að vera í viku í viðbót því hér á ég foreldra, systkini, son og barnabarn.“ Sara flutti út í fyrra – ótímabundið. „Ég fékk níu mánaða listamannalaun og ákvað að nota þau í London, fara í vinnubúðir – og svo líður mér bara svo vel þar.“ Sýningin Flâneur er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. „Rýmið er stórt, tæpir 500 fermetrar og allt þarf að passa,“ útskýrir hún. Flest verkin eru textaklippiverk sem hún kveðst hafa unnið á þeim níu mánuðum sem hún hefur dvalið í London. Þó slæðist þar inn gömul uppáhaldsverk sem pössuðu inn í Flâneur-þemað og líðan hennar á síðustu mánuðum. Einnig eru þar ljósmyndir, bæði innrammaðar og varpað upp á vegg. Hún nefnir stóra mynd sem margir halda að sé vatnslituð, að hennar sögn, en er af rakabletti í loftinu á vinnustofunni hennar. „Það er mjög kvenlæg ljósmynd, svo ég segi nú ekki meira,“ segir hún sposk. Á sýningunni eru vídeó, klippur af ýmsu sem hrífur Söru á gönguferðum um borgina. Líka saga sem hún skrifaði og las inn á band, hún hljómar í einu horni á íslensku og öðru horni á ensku. „Sagan tengir öll verkin á sýningunni. Hún byrjar áður en ég fór til London og lýsir því af hverju ég fór. Mér fannst gott að koma út, því í London er maður ósýnilegur, en ég var líka alveg rosalega einmana. Það skín örugglega út úr þessari sýningu. Ég var oft að taka myndir af pörum en líka bara niður fyrir lappirnar á mér – í þungum þönkum. En í svona einsemd er hreinsun og það á sér stað einhver endurnýjun því þegar maður fær þennan frið þá getur maður vaxið.“ Þegar Sara kom heim með list sína í farteskinu kveðst hún hafa verið full efa um hvort efnið mundi virka og hvort það nægði í sali Gerðarsafns. „Ég var í öngum mínum meðan ég var að setja upp verkin. Systir mín tók um hendurnar á mér og sagði: „En Sara, þér líður alltaf svona fyrir sýningar.“ Á endanum var ég sátt. En maður er kvika og það er alltaf afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list, þar sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Sara Björnsdóttir myndlistarkona stendur í tiltekt þegar ég næ í hana í síma. Hún er á förum til London eftir að hafa sett upp sýninguna Flâneur (Flandrarinn) í Gerðarsafni í Kópavogi sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að keppast við að losa íbúð sem ég fékk á leigu meðan á dvöl minni stóð – ég á náttúrlega hvergi heima,“ segir Sara til skýringar. Kveðst reyndar hafa frestað brottför af landinu um viku, frá upphaflegri áætlun. „Sýningin fangaði mig svo að ég fékk allt of lítinn tíma með fjölskyldu minni og ákvað að vera í viku í viðbót því hér á ég foreldra, systkini, son og barnabarn.“ Sara flutti út í fyrra – ótímabundið. „Ég fékk níu mánaða listamannalaun og ákvað að nota þau í London, fara í vinnubúðir – og svo líður mér bara svo vel þar.“ Sýningin Flâneur er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. „Rýmið er stórt, tæpir 500 fermetrar og allt þarf að passa,“ útskýrir hún. Flest verkin eru textaklippiverk sem hún kveðst hafa unnið á þeim níu mánuðum sem hún hefur dvalið í London. Þó slæðist þar inn gömul uppáhaldsverk sem pössuðu inn í Flâneur-þemað og líðan hennar á síðustu mánuðum. Einnig eru þar ljósmyndir, bæði innrammaðar og varpað upp á vegg. Hún nefnir stóra mynd sem margir halda að sé vatnslituð, að hennar sögn, en er af rakabletti í loftinu á vinnustofunni hennar. „Það er mjög kvenlæg ljósmynd, svo ég segi nú ekki meira,“ segir hún sposk. Á sýningunni eru vídeó, klippur af ýmsu sem hrífur Söru á gönguferðum um borgina. Líka saga sem hún skrifaði og las inn á band, hún hljómar í einu horni á íslensku og öðru horni á ensku. „Sagan tengir öll verkin á sýningunni. Hún byrjar áður en ég fór til London og lýsir því af hverju ég fór. Mér fannst gott að koma út, því í London er maður ósýnilegur, en ég var líka alveg rosalega einmana. Það skín örugglega út úr þessari sýningu. Ég var oft að taka myndir af pörum en líka bara niður fyrir lappirnar á mér – í þungum þönkum. En í svona einsemd er hreinsun og það á sér stað einhver endurnýjun því þegar maður fær þennan frið þá getur maður vaxið.“ Þegar Sara kom heim með list sína í farteskinu kveðst hún hafa verið full efa um hvort efnið mundi virka og hvort það nægði í sali Gerðarsafns. „Ég var í öngum mínum meðan ég var að setja upp verkin. Systir mín tók um hendurnar á mér og sagði: „En Sara, þér líður alltaf svona fyrir sýningar.“ Á endanum var ég sátt. En maður er kvika og það er alltaf afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list, þar sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira