Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 14:38 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt. Það sé þó aldrei góð staða takist ekki að leiða deilur til lykta með samningum. „Mér finnst þetta inngrip skiljanlegt í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í þessari deilu. Það er hins vegar aldrei ákjósanlegt að ekki sé hægt að leiða deilur til lykta með samningum. Það er sá farvegur sem við viljum sjá í þessum málum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ákveðið var í dag á fundi ríkisstjórnarinnar að Ólöf Nordal innanríkisráðherra myndi leggja fram tvö frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Þorsteinn fagnar því þó að deiluaðilar fái frest til þess að ná samningum. Ljóst er að töluvert ber á milli deiluaðila og illa hefur gengið að ná samningum. Síðasti fundur á milli flugumferðarstjóra og SA fór fram á föstudag án þess að boðað yrði til nýs fundar. Þorsteinn segir að innan SA sé fullur vilji til þess að ná fram samningum en samtökin séu bundin af SALEK-samkomulaginu, frá því verði ekki hvikað. „Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að ná fram samningum. En við höfum sagt að við erum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið af vinnumarkaðinum og lagði þann grunn að þeim friði sem þar ríkir nú. Sú afstaða okkar er óbreytt og frá henni getum við ekki hvikað,“ segir Þorsteinn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt. Það sé þó aldrei góð staða takist ekki að leiða deilur til lykta með samningum. „Mér finnst þetta inngrip skiljanlegt í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í þessari deilu. Það er hins vegar aldrei ákjósanlegt að ekki sé hægt að leiða deilur til lykta með samningum. Það er sá farvegur sem við viljum sjá í þessum málum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ákveðið var í dag á fundi ríkisstjórnarinnar að Ólöf Nordal innanríkisráðherra myndi leggja fram tvö frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Þorsteinn fagnar því þó að deiluaðilar fái frest til þess að ná samningum. Ljóst er að töluvert ber á milli deiluaðila og illa hefur gengið að ná samningum. Síðasti fundur á milli flugumferðarstjóra og SA fór fram á föstudag án þess að boðað yrði til nýs fundar. Þorsteinn segir að innan SA sé fullur vilji til þess að ná fram samningum en samtökin séu bundin af SALEK-samkomulaginu, frá því verði ekki hvikað. „Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að ná fram samningum. En við höfum sagt að við erum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið af vinnumarkaðinum og lagði þann grunn að þeim friði sem þar ríkir nú. Sú afstaða okkar er óbreytt og frá henni getum við ekki hvikað,“ segir Þorsteinn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15