Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 11:57 Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira