Rannsókn lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 10:20 Hlín var handtekin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þar sem hún hugðist sækja átta milljónir króna. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25