„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 10:25 Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottu Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. Vísir/Valli „Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira