Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 18:00 Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45