Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 18:00 Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45