Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 11:53 Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira