Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 27. maí 2016 15:19 Forsetaframbjóðendurnir Halla, Guðni og Sturla mættust í Föstudagsviðtalinu og ræddu um baráttumál sín og tilveruna. Mynd/Anton Brink Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira