Innlent

Landhelgisgæslan leitar báts

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/anton
Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Ekki hafa fengist upplýsingar um umfang leitarinnar, né hvar bátsins er leitað.

Kveðið er á í lögum hvenær og hve oft skip skuli tilkynninga sig í sjálfvirka tilkynningarkerfinu til eftirlitsmiðstöðvar og ræðst það af stærð skipsins og farsviði.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.

Uppfært

bb.is greinir frá því að bát hafi hvolft í morgun um 20 mílum út af Aðalvík. Einn skipverji hafi verið um borð og hans saknað. Ættingjum sjómannsins hafi verið gert viðvart.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×