Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2016 18:45 Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira