Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2016 14:12 Guðrún og Sigurbjörn skila listunum í ráðhúsinu. vísir/vilhelm Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42
Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00