Davíð vill að þjóðin fái sig ódýrt og Twitter býður upp á nokkur sparnaðarráð til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 21:22 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42