Davíð vill að þjóðin fái sig ódýrt og Twitter býður upp á nokkur sparnaðarráð til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 21:22 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42