Fjárfesta fyrir tuttugu milljarða Snærós Sindradóttir skrifar 18. maí 2016 07:00 Sjálfvirkni við farangur hefur aukist mjög og töskufæribönd verða lengd. Það er liður í aukinni skilvirkni. vísir/GVA Hefja á framkvæmdir fyrir tuttugu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár. Framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í stjórn Isavia og bætast fyrirhuguð mannvirki við þá aðstöðu sem tekin hefur verið í notkun frá því í fyrrasumar og kostaði um tíu milljarða króna. Samtals hefur stjórn Isavia samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Framkvæmdirnar nema um 1 prósenti af vergri landsframleiðslu, sé miðað við spá Seðlabanka Íslands fyrir árið 2016. Til samanburðar má nefna að ríkisstjórnin hefur sett 2,5 milljarða króna í uppbyggingu ferðamannastaða frá árinu 2013 með framlagi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Uppbygging ríkisins er sem sagt ríflega tólf prósent af þeirri upphæð sem Isavia hyggst verja í framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það var gerð farþegaspá árið 2014. Sú farþegaspá hefur greinilega verið mikið vanmat því við erum að enda í svipaðri tölu í ár og við spáðum árið 2020,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia. „Þess vegna erum við að ráðast í þessar fjárfestingar töluvert hraðar en áætlað var. Allt passar þetta samt inn í þróunarskipulag Keflavíkurflugvallar.“ Hlynur segir að eftir framkvæmdirnar í ár verði Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar, og taki til dæmis fram úr flugvellinum í Gautaborg. Eftir standi flugvellir höfuðborganna; Kaupmannahafnar, Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. „Það sem farþeginn mun taka sérstaklega eftir er að við erum búin að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu fyrir samtals 500 milljónir. Fleiri flugfélög fara í sjálfinnritunarstöðvar svo traffíkin gengur mun hraðar,“ segir Hlynur. Jafnframt muni fleiri flugfélög taka upp fyrirkomulag þar sem farþegar skila sjálfir farangri til innritunar án aðstoðar starfsmanns.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia.„Í fyrra var mjög þröngt í komusalnum. Við stækkuðum þann sal um 800 fermetra. Sömuleiðis þurftum við að lengja töskuböndin og erum að fara að stækka töskusalinn um aðra 800 fermetra. Á verslunarsvæðinu vorum við ekki búin að koma fyrir nægilegum fjölda sæta. Þó að það verði þröngt setið munum við koma upp 200 fleiri sætum,“ segir Hlynur. Þrátt fyrir þetta mun Isavia lengja innritunartímann og hvetja farþega til að mæta fyrr á völlinn. „Farþegar hafa vanið sig í mörg ár á að koma tveimur tímum fyrr. Við viljum að innritun sé alltaf opin tveimur og hálfum tíma fyrr svo menn séu ekki að lenda í vandræðum ef það eru stórir dagar.“ Hlynur segir Isavia öruggt um að farþegum muni áfram fjölga um flugvöllinn á næstu tveimur árum. Fyrirtækið fari ekki á hausinn þótt ýtrustu spár bregðist. „Þessar fjárfestingar eru til langs tíma. Þó það komi dýfa þá mun sú fjárfesting nýtast. Þróunarskipulagið er sett þannig upp næstu 5 til 25 ár að við munum gera þetta í þeim áföngum sem Isavia ræður við.“ Isavia kynnir áform sín á morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Hefja á framkvæmdir fyrir tuttugu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár. Framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í stjórn Isavia og bætast fyrirhuguð mannvirki við þá aðstöðu sem tekin hefur verið í notkun frá því í fyrrasumar og kostaði um tíu milljarða króna. Samtals hefur stjórn Isavia samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Framkvæmdirnar nema um 1 prósenti af vergri landsframleiðslu, sé miðað við spá Seðlabanka Íslands fyrir árið 2016. Til samanburðar má nefna að ríkisstjórnin hefur sett 2,5 milljarða króna í uppbyggingu ferðamannastaða frá árinu 2013 með framlagi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Uppbygging ríkisins er sem sagt ríflega tólf prósent af þeirri upphæð sem Isavia hyggst verja í framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það var gerð farþegaspá árið 2014. Sú farþegaspá hefur greinilega verið mikið vanmat því við erum að enda í svipaðri tölu í ár og við spáðum árið 2020,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia. „Þess vegna erum við að ráðast í þessar fjárfestingar töluvert hraðar en áætlað var. Allt passar þetta samt inn í þróunarskipulag Keflavíkurflugvallar.“ Hlynur segir að eftir framkvæmdirnar í ár verði Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar, og taki til dæmis fram úr flugvellinum í Gautaborg. Eftir standi flugvellir höfuðborganna; Kaupmannahafnar, Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. „Það sem farþeginn mun taka sérstaklega eftir er að við erum búin að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu fyrir samtals 500 milljónir. Fleiri flugfélög fara í sjálfinnritunarstöðvar svo traffíkin gengur mun hraðar,“ segir Hlynur. Jafnframt muni fleiri flugfélög taka upp fyrirkomulag þar sem farþegar skila sjálfir farangri til innritunar án aðstoðar starfsmanns.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia.„Í fyrra var mjög þröngt í komusalnum. Við stækkuðum þann sal um 800 fermetra. Sömuleiðis þurftum við að lengja töskuböndin og erum að fara að stækka töskusalinn um aðra 800 fermetra. Á verslunarsvæðinu vorum við ekki búin að koma fyrir nægilegum fjölda sæta. Þó að það verði þröngt setið munum við koma upp 200 fleiri sætum,“ segir Hlynur. Þrátt fyrir þetta mun Isavia lengja innritunartímann og hvetja farþega til að mæta fyrr á völlinn. „Farþegar hafa vanið sig í mörg ár á að koma tveimur tímum fyrr. Við viljum að innritun sé alltaf opin tveimur og hálfum tíma fyrr svo menn séu ekki að lenda í vandræðum ef það eru stórir dagar.“ Hlynur segir Isavia öruggt um að farþegum muni áfram fjölga um flugvöllinn á næstu tveimur árum. Fyrirtækið fari ekki á hausinn þótt ýtrustu spár bregðist. „Þessar fjárfestingar eru til langs tíma. Þó það komi dýfa þá mun sú fjárfesting nýtast. Þróunarskipulagið er sett þannig upp næstu 5 til 25 ár að við munum gera þetta í þeim áföngum sem Isavia ræður við.“ Isavia kynnir áform sín á morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira