Gekk um götur Berlínar í karakter Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. maí 2016 10:00 Tómas Lemarquis leikur stökkbreytta albínóan Caliban í nýjustu myndinni í X-Men seríunni. Vísir/Anton Tómas ásamt leikurum úr X-Men Apocalypse á frumsýningu myndarinnar í London. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Tómas Lemarquis leikari um hlutverk sitt í nýjustu X-Men myndinni. Í henni leika margir heimsþekktir leikarar og má þar nefna t.d. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Oliviu Munn, Sophie Turner og Oscar Isaac. „Ég var í senu með Jennifer Lawrence og Oscar Isaac – það var alveg ótrúlegt. En þegar maður er kominn í karakter, þá er þetta bara karakter við karakter, þá er þetta ekkert lengur Jennifer og Tómas. Þá er maður bara kominn í annan heim. Karakterinn heitir Caliban, hann er yfirmaður Morlocka sem eru stökkbreyttar neðanjarðarverur. Hann er kærasti Psylocke sem er leikin af Oliviu Munn. Hans karakter er á gráu svæði – hvorki vondur né góður, hann er algjör tækifærissinni. Hann er mjór albínóasláni. Þetta er annars ekki nema í þriðja skiptið sem albínóanafnið tengist mér. Albínóafélagið verður örugglega brjálað því að ég er enginn albínói. Ég er með umboðsmann í LA sem reddaði þessu, ég sendi prufu á hann þegar ég var í Berlín og síðan var ég bara ráðinn. Fyrir tveimur árum datt ég inn í bíó á meðan ég var að taka upp tónlistarvídeó í Póllandi. Ég var bara einn í verslunarmiðstöð og ákvað að sjá einhverja mynd. Ég fór þá á síðustu X-Men myndina, Days of Future Past, ég fílaði hana ótrúlega vel og hugsaði: „Mig langar til að leika í þessari mynd og á móti Jennifer Lawrence.“ Ári síðar er ég kominn akkúrat í þau spor, sem er svolítið súrrealískt,“ segir Tómas aðspurður hvernig hann hafi dottið inn á þetta hlutverk. En hvernig fer svo undirbúningur fyrir svona hlutverk fram? „Í svona mynd er það svolítið sérstakt, að maður fær bara að sjá sína senu en ekki allt handritið – þetta er svo leynilegt allt saman. Það þarf svolítið að finna sínar leiðir til að finna upplýsingar, fara í myndasögubækurnar sjálfar t.d. – maður fer í svolitla rannsóknarvinnu náttúrulega sem leikari. En fyrir mig sæki ég rosalega mikið í búninga – þetta byrjar allt með búningunum fyrir mig. Bæði búningunum og skónum. Ég var sendur tvisvar til London að máta búninga og föt. Svo er ég oft í fötunum í einhverja daga; fer út að labba í fötunum og læt karakterinn koma til mín svona smátt og smátt, t.d. í gegnum göngulagið. Ég var svo heppinn að ég fékk fötin send til mín til Berlínar og fékk að vera svolítið í þeim og þannig kom hann Caliban til mín. Ég er í miðjum tökum á mynd sem heitir Touch Me Not og leikstýrt af rúmenskum leikstjóra. Ég er búinn að taka upp helminginn af myndinni og fer núna í byrjun júní að taka upp seinni hlutann í Leipzig. Þessi mynd er að stórum hluta impróvíseruð og er akkúrat hinum megin á skalanum við X-Men, er lítil indí-mynd,“ segir Tómas aðspurður hvað sé fram undan hjá honum, „Síðan vona ég að aðdáendur taki Caliban vel svo að hann fái að koma aftur í næstu X-Men myndum. Leikstjórinn og framleiðandinn voru allavegana ánægðir.“ Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira
Tómas ásamt leikurum úr X-Men Apocalypse á frumsýningu myndarinnar í London. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Tómas Lemarquis leikari um hlutverk sitt í nýjustu X-Men myndinni. Í henni leika margir heimsþekktir leikarar og má þar nefna t.d. Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Oliviu Munn, Sophie Turner og Oscar Isaac. „Ég var í senu með Jennifer Lawrence og Oscar Isaac – það var alveg ótrúlegt. En þegar maður er kominn í karakter, þá er þetta bara karakter við karakter, þá er þetta ekkert lengur Jennifer og Tómas. Þá er maður bara kominn í annan heim. Karakterinn heitir Caliban, hann er yfirmaður Morlocka sem eru stökkbreyttar neðanjarðarverur. Hann er kærasti Psylocke sem er leikin af Oliviu Munn. Hans karakter er á gráu svæði – hvorki vondur né góður, hann er algjör tækifærissinni. Hann er mjór albínóasláni. Þetta er annars ekki nema í þriðja skiptið sem albínóanafnið tengist mér. Albínóafélagið verður örugglega brjálað því að ég er enginn albínói. Ég er með umboðsmann í LA sem reddaði þessu, ég sendi prufu á hann þegar ég var í Berlín og síðan var ég bara ráðinn. Fyrir tveimur árum datt ég inn í bíó á meðan ég var að taka upp tónlistarvídeó í Póllandi. Ég var bara einn í verslunarmiðstöð og ákvað að sjá einhverja mynd. Ég fór þá á síðustu X-Men myndina, Days of Future Past, ég fílaði hana ótrúlega vel og hugsaði: „Mig langar til að leika í þessari mynd og á móti Jennifer Lawrence.“ Ári síðar er ég kominn akkúrat í þau spor, sem er svolítið súrrealískt,“ segir Tómas aðspurður hvernig hann hafi dottið inn á þetta hlutverk. En hvernig fer svo undirbúningur fyrir svona hlutverk fram? „Í svona mynd er það svolítið sérstakt, að maður fær bara að sjá sína senu en ekki allt handritið – þetta er svo leynilegt allt saman. Það þarf svolítið að finna sínar leiðir til að finna upplýsingar, fara í myndasögubækurnar sjálfar t.d. – maður fer í svolitla rannsóknarvinnu náttúrulega sem leikari. En fyrir mig sæki ég rosalega mikið í búninga – þetta byrjar allt með búningunum fyrir mig. Bæði búningunum og skónum. Ég var sendur tvisvar til London að máta búninga og föt. Svo er ég oft í fötunum í einhverja daga; fer út að labba í fötunum og læt karakterinn koma til mín svona smátt og smátt, t.d. í gegnum göngulagið. Ég var svo heppinn að ég fékk fötin send til mín til Berlínar og fékk að vera svolítið í þeim og þannig kom hann Caliban til mín. Ég er í miðjum tökum á mynd sem heitir Touch Me Not og leikstýrt af rúmenskum leikstjóra. Ég er búinn að taka upp helminginn af myndinni og fer núna í byrjun júní að taka upp seinni hlutann í Leipzig. Þessi mynd er að stórum hluta impróvíseruð og er akkúrat hinum megin á skalanum við X-Men, er lítil indí-mynd,“ segir Tómas aðspurður hvað sé fram undan hjá honum, „Síðan vona ég að aðdáendur taki Caliban vel svo að hann fái að koma aftur í næstu X-Men myndum. Leikstjórinn og framleiðandinn voru allavegana ánægðir.“
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira