Valdimar á fullu í ræktinni: „Fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2016 10:30 Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu. Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi fór Andri Ólafsson, dagskrágerðamaður, í ræktina með Valdimari og fékk að sjá hvernig honum gengi í átakinu. „Fólk hélt að ég væri dáinn og það var nokkuð spes að finna fyrir viðbrögðunum og fólk var að velta þessu fyrir sér á Bjútí Tips,“ segir Valdimar um auglýsingu sem birtist í sjónvarpinu í síðustu viku. Þar voru minningartónleikar hans kynntir til sögunnar en auglýsingin var partur af herferð Íslandsbanka í tengslum við maraþonhlaupið sem fram fer árlega í ágúst. Sjá einnig: Auglýsing um andlát Valdimars var stórlega ýkt„Ég ákvað að taka þátt í hlaupinu eftir þessa eftirminnilegu nótt þar sem ég gat varla andað og dreymdi að ég væri að kafna. Sú nótt opnaði augun mín fyrir þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir og ég fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann.“Auglýsingin vakti athygli.vísirÍ dag er Valdimar kominn með einkaþjálfara og mætir reglulega í ræktina út á Seltjarnarnesi. „Þetta hefur gengið ágætlega og ég er kominn í töluvert betra form en ég var í. Takmarkið er að fara þessa tíu kílómetra, en stóra markmiðið er ekkert endilega hlaupið, heldur að verða heilbrigður og lifa heilsusamlegu lífi. Þessa nótt fann ég ákveðinn botn, mér fannst ég vera dauður. Þegar maður er matarfíkill eins og ég, þá þarf maður að finna botninn til að geta spyrnt sér upp aftur.“ Margir í sömu stöðu og Valdimar telja að verkefnið sé einfaldlega of stórt og jafnvel ómögulegt að sigrast á því.Valdimar tekur vel á því í ræktinni.vísir„Þetta er stórt verkefni og á eftir að vera erfitt og taka langan tíma. Maður má bara ekki gefast upp og maður verður að halda áfram. Þetta er bara upp á líf og dauða.“ Sjá einnig: „Nú verður slagurinn tekinn“ Valdimar segist vera matarfíkill og sú barátta sé mjög erfið. „Þetta er dálítið öðruvísi fíkn. Ef þú ert alkóhólisti eða dópisti, þá getur þú bara hætt því. Þú getur hætt því að fá þér þennan hlut, en maður getur ekki hætt að borða. Ég er ekki með níu til fimm vinnu og vinn voðalega mikið bara um helgar og það er rosalega mikil drykkja sem fylgir oft vinnunni minni. Það er mikið sukklíferni sem fylgir þessu og oft gott að grípa í einhvern skyndibita.“Söngvarinn hefur fullt af fólki í kringum sig.vísirValdimar ætlar að byrja hlaupið hlaupandi og reyna að enda það á skokkinu. „Það eru flestir að fylgjast vel með þá og mig langar að líta vel út,“ segir hann léttur. Valdimar segist vera orðinn vanur því að tala um hans stöðu. „Ég er eiginlega hættur að vera feiminn yfir þessu. Ég talaði fyrst um þetta opinberlega við Bubba Morthens og það er einhvern veginn erfitt að vera feiminn við Bubba. Maður verður bara að segja hvað maður er að hugsa við hann. Það er erfitt að standa í þessu einn og þess vegna er ég með fullt af fólki í kringum mig. Ég er með einkaþjálfa, ég er með sálfræðing sem ég hitti og með allskonar fólk sem er að koma með mér í ræktina og með lækni sem hjálpar mér,“ segir hann en Tómas Guðbjartsson, stjörnulæknir, er að aðstoða Valdimar. Valdimar var einmitt mættur með Tómasi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við þá hér að neðan. Efst í fréttinni má sjá innslag Íslands í dag. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu. Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi fór Andri Ólafsson, dagskrágerðamaður, í ræktina með Valdimari og fékk að sjá hvernig honum gengi í átakinu. „Fólk hélt að ég væri dáinn og það var nokkuð spes að finna fyrir viðbrögðunum og fólk var að velta þessu fyrir sér á Bjútí Tips,“ segir Valdimar um auglýsingu sem birtist í sjónvarpinu í síðustu viku. Þar voru minningartónleikar hans kynntir til sögunnar en auglýsingin var partur af herferð Íslandsbanka í tengslum við maraþonhlaupið sem fram fer árlega í ágúst. Sjá einnig: Auglýsing um andlát Valdimars var stórlega ýkt„Ég ákvað að taka þátt í hlaupinu eftir þessa eftirminnilegu nótt þar sem ég gat varla andað og dreymdi að ég væri að kafna. Sú nótt opnaði augun mín fyrir þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir og ég fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann.“Auglýsingin vakti athygli.vísirÍ dag er Valdimar kominn með einkaþjálfara og mætir reglulega í ræktina út á Seltjarnarnesi. „Þetta hefur gengið ágætlega og ég er kominn í töluvert betra form en ég var í. Takmarkið er að fara þessa tíu kílómetra, en stóra markmiðið er ekkert endilega hlaupið, heldur að verða heilbrigður og lifa heilsusamlegu lífi. Þessa nótt fann ég ákveðinn botn, mér fannst ég vera dauður. Þegar maður er matarfíkill eins og ég, þá þarf maður að finna botninn til að geta spyrnt sér upp aftur.“ Margir í sömu stöðu og Valdimar telja að verkefnið sé einfaldlega of stórt og jafnvel ómögulegt að sigrast á því.Valdimar tekur vel á því í ræktinni.vísir„Þetta er stórt verkefni og á eftir að vera erfitt og taka langan tíma. Maður má bara ekki gefast upp og maður verður að halda áfram. Þetta er bara upp á líf og dauða.“ Sjá einnig: „Nú verður slagurinn tekinn“ Valdimar segist vera matarfíkill og sú barátta sé mjög erfið. „Þetta er dálítið öðruvísi fíkn. Ef þú ert alkóhólisti eða dópisti, þá getur þú bara hætt því. Þú getur hætt því að fá þér þennan hlut, en maður getur ekki hætt að borða. Ég er ekki með níu til fimm vinnu og vinn voðalega mikið bara um helgar og það er rosalega mikil drykkja sem fylgir oft vinnunni minni. Það er mikið sukklíferni sem fylgir þessu og oft gott að grípa í einhvern skyndibita.“Söngvarinn hefur fullt af fólki í kringum sig.vísirValdimar ætlar að byrja hlaupið hlaupandi og reyna að enda það á skokkinu. „Það eru flestir að fylgjast vel með þá og mig langar að líta vel út,“ segir hann léttur. Valdimar segist vera orðinn vanur því að tala um hans stöðu. „Ég er eiginlega hættur að vera feiminn yfir þessu. Ég talaði fyrst um þetta opinberlega við Bubba Morthens og það er einhvern veginn erfitt að vera feiminn við Bubba. Maður verður bara að segja hvað maður er að hugsa við hann. Það er erfitt að standa í þessu einn og þess vegna er ég með fullt af fólki í kringum mig. Ég er með einkaþjálfa, ég er með sálfræðing sem ég hitti og með allskonar fólk sem er að koma með mér í ræktina og með lækni sem hjálpar mér,“ segir hann en Tómas Guðbjartsson, stjörnulæknir, er að aðstoða Valdimar. Valdimar var einmitt mættur með Tómasi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við þá hér að neðan. Efst í fréttinni má sjá innslag Íslands í dag.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira