Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 12:13 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/valli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var spurður að því í kosningasjónvarpi RÚV hvort hann ætlaði aftur fram árið 2016 ef sama yrði uppi á teningnum að hans mati þá og var árið 2012, það er óvissa. Ólafur Ragnar svaraði „nei, nei, nei, nei.“ Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman myndband og sett á Youtube undir yfirskriftinni „Gullkorn Ólafs Ragnars.“ Myndbandið má sjá hér að neðan og er umræðan um óvissuna gegnum gangandi en á mínútu 1:20 spyr Margrét Marteinsdóttir, þáverandi fréttamaður RÚV, Ólaf Ragnar beint: „Þannig að ef það er ennþá svona mikil óvissa að þá með sömu rökum þá býður þú þig aftur fram eða hvað?“ Forsetinn svarar: „Nei, nei, nei, nei.“ Skömmu síðar segir Ólafur Ragnar síðan: „Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“Þessi orð hans eru hjómið eitt eins og staðan er í dag þar sem Ólafur Ragnar hefur nú enn á ný gefið kost á sér sem forseti Íslands. Gerir hann það einmitt í ljósi þess að hann telur óvissutíma framundan í þjóðfélaginu nú eins og árið 2012. Það má segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Ólafur þverneitar fyrir eitthvað sem síðar kemur í ljós að stenst kannski ekki alveg. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn nefnilega í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Síðan hefur komið í ljós að Dorrit Moussaieff tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var spurður að því í kosningasjónvarpi RÚV hvort hann ætlaði aftur fram árið 2016 ef sama yrði uppi á teningnum að hans mati þá og var árið 2012, það er óvissa. Ólafur Ragnar svaraði „nei, nei, nei, nei.“ Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman myndband og sett á Youtube undir yfirskriftinni „Gullkorn Ólafs Ragnars.“ Myndbandið má sjá hér að neðan og er umræðan um óvissuna gegnum gangandi en á mínútu 1:20 spyr Margrét Marteinsdóttir, þáverandi fréttamaður RÚV, Ólaf Ragnar beint: „Þannig að ef það er ennþá svona mikil óvissa að þá með sömu rökum þá býður þú þig aftur fram eða hvað?“ Forsetinn svarar: „Nei, nei, nei, nei.“ Skömmu síðar segir Ólafur Ragnar síðan: „Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“Þessi orð hans eru hjómið eitt eins og staðan er í dag þar sem Ólafur Ragnar hefur nú enn á ný gefið kost á sér sem forseti Íslands. Gerir hann það einmitt í ljósi þess að hann telur óvissutíma framundan í þjóðfélaginu nú eins og árið 2012. Það má segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Ólafur þverneitar fyrir eitthvað sem síðar kemur í ljós að stenst kannski ekki alveg. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn nefnilega í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Síðan hefur komið í ljós að Dorrit Moussaieff tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar segist enga vitneskju hafa haft um félögin.
Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03