Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2016 07:00 Þróun fylgis á kjörtímabilinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira