Andri Snær um könnun MMR: „Fór strategísk bylgja af stað með Guðna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:51 Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi. visir/valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08