Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:08 Guðni í Salnum Kópavogi þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Vísir/Ernir „Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52
Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38