Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:08 Guðni í Salnum Kópavogi þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Vísir/Ernir „Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52
Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38