Innlent

Sameiginlegt tölvuútboð sparaði ríkinu stórfé

Svavar Hávarðsson skrifar
Ríkið sparaði 27% í tölvukaupum með útboði.
Ríkið sparaði 27% í tölvukaupum með útboði. NordicPhotos/Getty
Verulegur sparnaður náðist í nýafstöðnu sameiginlegu útboði stofnana ríkisins á tölvum og ljósritunarpappír. Niðurstaða fyrsta sameiginlega útboðsins á tölvum liggur nú fyrir og er veittur afsláttur um 50% miðað við listaverð seljenda og innkaupsverð 27% lægra en besta verð sem ríkinu hefur áður boðist.

Átta stofnanir tóku þátt í örútboðinu. Þessar stofnanir eru Ríkisskattstjóri, Fjársýsla ríkisins, Tollstjóri, Rekstrarfélag stjórnarráðsins, fyrir hönd ráðuneyta, Seðlabanki Íslands, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Ríkiskaup.

Sameiginlegt útboð á ljósritunarpappír fyrir fjórtán stofnanir fór fram fyrir skömmu. Niðurstaða þess útboðs var 55% afsláttur miðað við listaverð seljenda.

Umfang innkaupa ríkisins er um 140 milljarðar króna á ári en þar af kaupir ríkið vörur og þjónustu fyrir um 88 milljarða króna á ári.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.