Innlent

Sameiginlegt tölvuútboð sparaði ríkinu stórfé

Svavar Hávarðsson skrifar
Ríkið sparaði 27% í tölvukaupum með útboði.
Ríkið sparaði 27% í tölvukaupum með útboði. NordicPhotos/Getty

Verulegur sparnaður náðist í nýafstöðnu sameiginlegu útboði stofnana ríkisins á tölvum og ljósritunarpappír. Niðurstaða fyrsta sameiginlega útboðsins á tölvum liggur nú fyrir og er veittur afsláttur um 50% miðað við listaverð seljenda og innkaupsverð 27% lægra en besta verð sem ríkinu hefur áður boðist.

Átta stofnanir tóku þátt í örútboðinu. Þessar stofnanir eru Ríkisskattstjóri, Fjársýsla ríkisins, Tollstjóri, Rekstrarfélag stjórnarráðsins, fyrir hönd ráðuneyta, Seðlabanki Íslands, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Ríkiskaup.

Sameiginlegt útboð á ljósritunarpappír fyrir fjórtán stofnanir fór fram fyrir skömmu. Niðurstaða þess útboðs var 55% afsláttur miðað við listaverð seljenda.

Umfang innkaupa ríkisins er um 140 milljarðar króna á ári en þar af kaupir ríkið vörur og þjónustu fyrir um 88 milljarða króna á ári.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.