Óvissa um framhald lögreglunáms í haust Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Lögregla að störfum í Reykjavík. Þeir sem hyggjast leggja stund á lögreglufræði þurfa að fylgjast framvindu mála á Alþingi. vísir/Valli „Það er ekki búið að segja upp starfsfólki enn,“ segir Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri Lögregluskólans. Fyrir liggur að lögreglunám verður fært á háskólastig og í frumvarpsdrögum að breytingu á lögreglulögum kemur fram að Lögregluskólinn verður lagður niður þann 30. september á þessu ári. Frumvarpið átti að kynna á þingi ekki síðar en 15. mars en er ekki komið fram enn. „Ef frumvarpið verður ekki að lögum þá lifum við aðeins lengur. En við fáum engin svör um það hvenær eða hvort verður af þessu. Það hefur verið áhyggjuefni okkar í vetur,“ segir Karl en níu starfsmenn starfa við skólann. Þeim verður öllum sagt upp þegar að því kemur að leggja niður skólann. Námið verður fært á háskólastig. Karl Gauti segist fá svör geta veitt áhugasömu fólki sem vill leggja stund á nám í lögreglufræðum. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum. Ég gef þau svör að frumvarpið sé í innanríkisráðuneytinu og eigi eftir að fara fyrir þing. Það eru einu svörin sem ég get veitt í bili að minnsta kosti,“ segir hann. Með breytingu á lögreglulögum verður lögreglunám fært á háskólastig eins og það er á hinum Norðurlöndunum. Karl Gauti hefur ásamt starfsliði sínu fengið kynningu á frumvarpinu. „Já, við höfum fengið kynningu á því og þá var gert ráð fyrir því að námið hæfist í haust á háskólastigi en til þess að svo verði þarf auðvitað að afgreiða frumvarpið með breytingum á þingi.“ Ekki hefur verið gengið frá samningi við háskóla um að taka við kennslu í lögreglufræðum til B.Sc. náms. Námið verður þriggja ára nám á háskólastigi og skólinn sjálfstæð eining en menntuninni útvistað til menntakerfis að stórum hluta. Stefnt er á að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu og muni sjá um þróun og uppbyggingu grunnmenntunar lögreglu með þjónustusamningum svo og að sjá um framhaldsnám fyrir lögregluna. Starfshópur skipaður af innanríkisráðuneyti leggur til að samið verði við Háskólann á Akureyri og Keili og ennfremur að grunnmenntun lögreglumanns, tveggja ára bóklegu námi og eins árs starfsnámi, ljúki með bakkalárgráðu og að hugað verði að frekari menntun í kjölfar bakkalárgráðu sem lyki með meistaragráðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
„Það er ekki búið að segja upp starfsfólki enn,“ segir Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri Lögregluskólans. Fyrir liggur að lögreglunám verður fært á háskólastig og í frumvarpsdrögum að breytingu á lögreglulögum kemur fram að Lögregluskólinn verður lagður niður þann 30. september á þessu ári. Frumvarpið átti að kynna á þingi ekki síðar en 15. mars en er ekki komið fram enn. „Ef frumvarpið verður ekki að lögum þá lifum við aðeins lengur. En við fáum engin svör um það hvenær eða hvort verður af þessu. Það hefur verið áhyggjuefni okkar í vetur,“ segir Karl en níu starfsmenn starfa við skólann. Þeim verður öllum sagt upp þegar að því kemur að leggja niður skólann. Námið verður fært á háskólastig. Karl Gauti segist fá svör geta veitt áhugasömu fólki sem vill leggja stund á nám í lögreglufræðum. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum. Ég gef þau svör að frumvarpið sé í innanríkisráðuneytinu og eigi eftir að fara fyrir þing. Það eru einu svörin sem ég get veitt í bili að minnsta kosti,“ segir hann. Með breytingu á lögreglulögum verður lögreglunám fært á háskólastig eins og það er á hinum Norðurlöndunum. Karl Gauti hefur ásamt starfsliði sínu fengið kynningu á frumvarpinu. „Já, við höfum fengið kynningu á því og þá var gert ráð fyrir því að námið hæfist í haust á háskólastigi en til þess að svo verði þarf auðvitað að afgreiða frumvarpið með breytingum á þingi.“ Ekki hefur verið gengið frá samningi við háskóla um að taka við kennslu í lögreglufræðum til B.Sc. náms. Námið verður þriggja ára nám á háskólastigi og skólinn sjálfstæð eining en menntuninni útvistað til menntakerfis að stórum hluta. Stefnt er á að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu og muni sjá um þróun og uppbyggingu grunnmenntunar lögreglu með þjónustusamningum svo og að sjá um framhaldsnám fyrir lögregluna. Starfshópur skipaður af innanríkisráðuneyti leggur til að samið verði við Háskólann á Akureyri og Keili og ennfremur að grunnmenntun lögreglumanns, tveggja ára bóklegu námi og eins árs starfsnámi, ljúki með bakkalárgráðu og að hugað verði að frekari menntun í kjölfar bakkalárgráðu sem lyki með meistaragráðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira