Lífið

Lemonade um svo miklu meira en bara framhjáhald

Margrét Erla Maack skrifar
Beyoncé gaf út plötuna Lemonade síðastliðið laugardagskvöld. Viðmælendur Íslands í dag vilja meina að þetta sé mun meira en plata - og sannkallað listaverk. Samhliða útgáfu plötunnar var sýnd klukkutíma löng tónlistarstuttmynd á HBO.

Tónlistarkonan fer yfir ýmis mál á Lemonade. Við fyrstu hlustun og áhorf blasa við uppgjör um svik, og hafa slúðurmiðlar talað um að þetta fjalli um framhjáhald Jay Z meðal annars með fatahönnuðinum Rachel Roy sem ber ekki að rugla saman við sjónvarpskokkinn Rachel Ray, sem hefur lent í því óláni að fá yfir sig miklar óverðskuldaðar gusur á twitter.

Beyoncé heldur áfram að fjalla um stöðu þeldökkra, og ekki síst svartra kvenna, og heldur áfram með þau þemu sem hún byrjaði á með Formation.

Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona, Tinna Sigurðadóttir leikkona, Sunna Ben listakona, Anna Marsibil Clausen blaðamaður og Lovísa Arnardóttir stjórnmála- og mannréttindafræðingur rýna í plötuna og það sem býr að baki. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.

Viðmælendur Íslands í dag rýna í Lemonade og það sem býr að baki.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×