Ekki tímabært að ákveða kjördag Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 18:38 Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira