Ekki tímabært að ákveða kjördag Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 18:38 Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira