Sigurður Ingi situr á fundi með stjórnarandstöðunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 09:48 Það var létt brúnin á forsætisráðherra þegar fundur hans með stjórnarandstöðunni var að hefjast í morgun. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14
Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43