Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira