Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Þorgeir Helgason skrifar 12. apríl 2016 17:50 Stöðumælum verður komið upp á Þingvöllum og í Reynisfjöru í sumar. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira