Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Þorgeir Helgason skrifar 12. apríl 2016 17:50 Stöðumælum verður komið upp á Þingvöllum og í Reynisfjöru í sumar. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira