Innlent

Kólnar í veðri

Birgir Olgeirsson skrifar
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á föstudag.
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á föstudag. Vedur.is

Eftir hlýindi undanfarna daga má búast við að það kólni verulega um helgina. Búast má við að vindur snúist í svala norðanátt í nótt með lítils háttar rigningu norðan- og vestanlands eða jafnvel snjókomu til landsins.

Þetta er þó helst bundið við Norður- og Austurland á morgun en áfram verður hlýtt suðvestanlands. Á föstudag mun hins vegar kólna á landinu öllu og má búast við svölu veðri um og eftir helgina með rigningu eða jafnvel slyddu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s og bjartviðri, en 10-15 og skýjað með austurströndinni. Hiti frá frostmarki norðaustantil, upp í 10 stig sunnanlands. Frystir víða á landinu um kvöldið.

Á föstudag:
Breytileg átt 3-8, en norðan 8-13 austast fram eftir degi. Þurrt á landinu og skýjað með köflum. Hiti um og undir frostmarki austantil, annars hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:
Suðvestan 3-8 og skýjað, en bjartviðri á Austurlandi. Hiti 1 til 7 stig.

Á sunnudag:
Vestlæg átt. Dálítil rigning eða jafnvel slydda um landið vestanvert og með norðurströndinni, en þurrt suðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með dálítilli snjókomu og vægu frosti norðantil á landinu, en bjartviðri sunnantil og hiti að 7 stigum yfir daginn.

Á þriðjudag:
Líkur á suðvestanátt með skýjuðu veðri vestanlands, en bjart annars staðar. Hlýnandi veður. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.