Innlent

Kólnar í veðri

Birgir Olgeirsson skrifar
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á föstudag.
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á föstudag. Vedur.is
Eftir hlýindi undanfarna daga má búast við að það kólni verulega um helgina. Búast má við að vindur snúist í svala norðanátt í nótt með lítils háttar rigningu norðan- og vestanlands eða jafnvel snjókomu til landsins.

Þetta er þó helst bundið við Norður- og Austurland á morgun en áfram verður hlýtt suðvestanlands. Á föstudag mun hins vegar kólna á landinu öllu og má búast við svölu veðri um og eftir helgina með rigningu eða jafnvel slyddu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Norðlæg átt 5-10 m/s og bjartviðri, en 10-15 og skýjað með austurströndinni. Hiti frá frostmarki norðaustantil, upp í 10 stig sunnanlands. Frystir víða á landinu um kvöldið.

Á föstudag:

Breytileg átt 3-8, en norðan 8-13 austast fram eftir degi. Þurrt á landinu og skýjað með köflum. Hiti um og undir frostmarki austantil, annars hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:

Suðvestan 3-8 og skýjað, en bjartviðri á Austurlandi. Hiti 1 til 7 stig.

Á sunnudag:

Vestlæg átt. Dálítil rigning eða jafnvel slydda um landið vestanvert og með norðurströndinni, en þurrt suðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðanátt með dálítilli snjókomu og vægu frosti norðantil á landinu, en bjartviðri sunnantil og hiti að 7 stigum yfir daginn.

Á þriðjudag:

Líkur á suðvestanátt með skýjuðu veðri vestanlands, en bjart annars staðar. Hlýnandi veður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×