Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 11:26 „Þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni vísir/anton brink „Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls. Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
„Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls.
Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49