Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 11:26 „Þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni vísir/anton brink „Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls. Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls.
Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49