Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira