Einar K. hættir í haust 16. apríl 2016 15:24 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 25 ár eru liðin frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Þetta tilkynnti hann á Facebook nú fyrir skömmu. Þar segir hann að ákvörðunina hafi hann tekið með fjölskyldu sinni eftir vandlega íhugun. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20 apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmaður á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið átt í kosningabaráttu í sæti þingmanns eða varaþingmanns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Einar sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum 2013. Í færslu sinni segir Einar að hann hafi fengið mikla hvatningu umað gefa kost á sér til endurkjörs. Það hafi þó ekki breytt niðurstöðu hans. Hann segist þó þakklátur fyrir þann hlýhug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkaEinar segir í færslu sinni ánægjulegt að finna að flokkur hans sé „enn á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið,“ eins og hann orðar það. „Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öflugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöllur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuðum eru því sannarlega fyrir hendi,“ segir Einar. „Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmálum lýkur senn. Við tekur nýtt tímabil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós.“ Færslu Einars má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 25 ár eru liðin frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Þetta tilkynnti hann á Facebook nú fyrir skömmu. Þar segir hann að ákvörðunina hafi hann tekið með fjölskyldu sinni eftir vandlega íhugun. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20 apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmaður á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið átt í kosningabaráttu í sæti þingmanns eða varaþingmanns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Einar sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum 2013. Í færslu sinni segir Einar að hann hafi fengið mikla hvatningu umað gefa kost á sér til endurkjörs. Það hafi þó ekki breytt niðurstöðu hans. Hann segist þó þakklátur fyrir þann hlýhug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkaEinar segir í færslu sinni ánægjulegt að finna að flokkur hans sé „enn á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið,“ eins og hann orðar það. „Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öflugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöllur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuðum eru því sannarlega fyrir hendi,“ segir Einar. „Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmálum lýkur senn. Við tekur nýtt tímabil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós.“ Færslu Einars má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira