Hið versta veður um landið norðanvert síðdegis í dag Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2016 10:38 Spáð er hríðaveðri, fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu, fram á kvöld um landið norðanvert. Vísir/Pjetur Hið versta veður verður um allt norðanvert landið síðdegis í dag, bæði hvað varðar vind og ofankomu. Spáð er hríðaveðri, fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu, fram á kvöld. „Það er svosem ekkert óeðlilegt að svona veður komi í apríl og svo koma svona veður annað slagið í maí líka,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er búið að vera svolítið lengri kafli með nokkuð góðu veðri, þannig að þetta eru svona viðbrigði fyrir flesta.“ Veður er þegar orðið nokkuð slæmt á Vestfjörðum og austan Skagafjarðar. Austanlands hvessir og snjóar einkum eftir hádegi og horfur á stórhríðaveðri síðdegis og í kvöld um landið norðaustanvert. Upp úr klukkan fimm til sex hvessir suðaustanlands og verður sviptivindasamt frá Lómagnúpi austur í Berufjörð. Norðvestantil gengur veður smám saman niður í kvöld en þó má búast við skafrenningi. Óli Þór segir að fólk sem búið er að taka fram garðhúsgögn eða trampólín þurfi ef til vill að huga að því að færa þau til, sérstaklega á landinu norðan- og austanverðu.Uppfært 12.20: Búið er að loka bæði Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum vegna veðursins. Umferð er beint um Innstrandaveg.Uppfært 13.50: Flugferðum til og frá Ísafirði hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst vegna veðursins. Enn er þó flogið til og frá Akureyri og Egilsstöðum.Uppfært 16.00: Mývatns-, Möðrudals- og Vopnafjarðarheiði hefur einnig verið lokað. Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Hið versta veður verður um allt norðanvert landið síðdegis í dag, bæði hvað varðar vind og ofankomu. Spáð er hríðaveðri, fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu, fram á kvöld. „Það er svosem ekkert óeðlilegt að svona veður komi í apríl og svo koma svona veður annað slagið í maí líka,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er búið að vera svolítið lengri kafli með nokkuð góðu veðri, þannig að þetta eru svona viðbrigði fyrir flesta.“ Veður er þegar orðið nokkuð slæmt á Vestfjörðum og austan Skagafjarðar. Austanlands hvessir og snjóar einkum eftir hádegi og horfur á stórhríðaveðri síðdegis og í kvöld um landið norðaustanvert. Upp úr klukkan fimm til sex hvessir suðaustanlands og verður sviptivindasamt frá Lómagnúpi austur í Berufjörð. Norðvestantil gengur veður smám saman niður í kvöld en þó má búast við skafrenningi. Óli Þór segir að fólk sem búið er að taka fram garðhúsgögn eða trampólín þurfi ef til vill að huga að því að færa þau til, sérstaklega á landinu norðan- og austanverðu.Uppfært 12.20: Búið er að loka bæði Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum vegna veðursins. Umferð er beint um Innstrandaveg.Uppfært 13.50: Flugferðum til og frá Ísafirði hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst vegna veðursins. Enn er þó flogið til og frá Akureyri og Egilsstöðum.Uppfært 16.00: Mývatns-, Möðrudals- og Vopnafjarðarheiði hefur einnig verið lokað.
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira