Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnaði því í fyrra að loka flugbrautinni. Meirihluti borgarstjórnar var ósáttur við það og taldi að með því væri ekki staðið við samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, forveri ráðherrans í starfi, hafði gert við borgarstjóra haustið 2013. Borgin taldi nauðsynlegt að brautin færi þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundruð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. Málið endaði endaði fyrir dómstólum. Þann 22. mars síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur svo að þeirri niðurstöðu að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni sem oft hefur verið kölluð „neyðarbraut" og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokunina innan sextán vikna. Ef ríkið lokar ekki flugbrautinni fyrir þann tíma eða fyrir 12 júlí þarf það að greiða Reykjavíkurborg eina milljón króna í sekt á hverjum degi. Innanríkisráðherra hefur nú ákveðið að dómnum verði ekki unað og áfrýjað honum til Hæstaréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýtimeðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Dagur. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda fyrir rúmu ári og er þegar búið að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á svæðinu. „Það eru miklir hagsmunir undir í þessu og við höfum auðvitað gengi í mörg ár út frá því að samningar sem sveitarfélög geri við ríkið haldi og það er prinsippið sem er undir í þessu máli að samningar standi,“ segir Dagur. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnaði því í fyrra að loka flugbrautinni. Meirihluti borgarstjórnar var ósáttur við það og taldi að með því væri ekki staðið við samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, forveri ráðherrans í starfi, hafði gert við borgarstjóra haustið 2013. Borgin taldi nauðsynlegt að brautin færi þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundruð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. Málið endaði endaði fyrir dómstólum. Þann 22. mars síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur svo að þeirri niðurstöðu að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni sem oft hefur verið kölluð „neyðarbraut" og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokunina innan sextán vikna. Ef ríkið lokar ekki flugbrautinni fyrir þann tíma eða fyrir 12 júlí þarf það að greiða Reykjavíkurborg eina milljón króna í sekt á hverjum degi. Innanríkisráðherra hefur nú ákveðið að dómnum verði ekki unað og áfrýjað honum til Hæstaréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýtimeðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Dagur. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda fyrir rúmu ári og er þegar búið að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á svæðinu. „Það eru miklir hagsmunir undir í þessu og við höfum auðvitað gengi í mörg ár út frá því að samningar sem sveitarfélög geri við ríkið haldi og það er prinsippið sem er undir í þessu máli að samningar standi,“ segir Dagur.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira