Með hendurnar í alls kyns deigi Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. apríl 2016 09:00 Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður og bakari, er alltaf skælbrosandi í bakaríinu. Vísir/Vilhelm Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is. Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is.
Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira