Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Spínat er járnríkt og stundum kölluð ofurfæða. Brassica rapa kálið er líka næringarríkt, en það er í sömu fæðufjölskyldu og spergilkál og næpur. Fréttablaðið/Hari Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira