Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 16:40 Sigmundur fundaði með forsetanum í dag. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent