Innlent

„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins.

Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag.

Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram.

Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.

Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang

Tengdar fréttir

Fjöldinn skiptir ekki öllu

„Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri.

Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar

Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×