Innlent

Allir þingmenn Framsóknar studdu tillögu Sigmundar nema einn

Bjarki Ármannsson skrifar
Einn þingmaður Framsóknarflokksins studdi ekki þá tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að hann léti af störfum sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við.
Einn þingmaður Framsóknarflokksins studdi ekki þá tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að hann léti af störfum sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við. Vísir/Vilhelm
Einn þingmaður Framsóknarflokksins studdi ekki þá tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að hann léti af störfum sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga í Kastljósinu í kvöld.

Sigurður vildi ekki greina frá því um hvaða þingmann væri að ræða og sagði aðspurður að best væri að viðkomandi greindi frá því sjálfur.

Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi í Íslandi í dag:

„Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð hættur

Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð áfram á Alþingi

"Það er sorg og maður er miður sín yfir því við þessi ágæti maður þurfi að víkja,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×