Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira