Segir óábyrgt að ganga til kosninga nú Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 21:18 Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Örlygur Hnefill Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana. Panama-skjölin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana.
Panama-skjölin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu