Innlent

Sigurður Ingi gerir grein fyrir stöðu mála á þingi klukkan tíu

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar verður tekin til einnar umræðu á Alþingi klukkan eitt í dag og er búist við að umræðan taki fjórar klukkustundir áður en tillagan verður borin undir atkvæði.

Annars hefst þingfundur klukkan tíu með því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gerir grein fyrir atburðum síðustu daga og greina frá viðhorfum ríkissjórnarinnar.

Stjórnarandstæðingar eru mjög óánægðir með það að stjórnarflokkarnir hafi ekki gefið upp tímasetningu á kosningar í haust, og telja að með þeim rökum, sem þeir tefli fram, geti þeir látið kosningarnar dragast von úr viti.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×