„Leyndin elur á tortryggni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2016 12:07 Guðni Th. Jóhannesson. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27