Innlent

Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ríkinu er skylt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og efna þannig tveggja ára gamalt samkomulag Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, við borgarstjóra, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið kölluð neyðarbrautin þar sem notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar, sem gerist einkum í hvössum suðvestanáttum. 

Fulltrúar ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group skrifuðu fyrst undir samkomulag um innanlandsflug. Í framhaldinu skrifaði innanríkisráðherra undir annað samkomulag við borgarstjóra.Mynd/Stöð 2.
Haustið 2013 gerði þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hins vegar samkomulag við Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um lokun brautarinnar. Í framhaldi af því breytti Reykjavíkurborg skipulagi og heimilaði byggingarfélagi Valsmanna að hefja framkvæmdir á Hlíðarendareit.Þær framkvæmdir stöðvuðust í haust þegar núverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, neitaði að loka brautinni vegna óvissu um hvort lokun hennar skerti öryggi og þjónustustig vallarins. Borgin hafði hins vegar sigur í Héraðsdómi í dag sem taldi samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi fyrir ríkið og skikkaði ráðherra til að loka brautinni innan sextán vikna, að viðlögðum einnar milljóna króna dagsektum. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður segir að dómnum verði líklega áfrýjað til Hæstaréttar.

Dash 8-vél Flugfélags Íslands svífur til lendingar á hinni umdeildu flugbraut.Mynd/Vísir.

Tengdar fréttir

Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað.

Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum

Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.