Jafnréttisstýra biður um skýringar ráðherra Svavar Hávarðsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Málið varðar rétt umgengnisforeldra beint - sem eru 90% karlar. vísir/heiða Jafnréttisstofa mun kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra í verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta sem fjallar um hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Fjórir skipa nefndina; þrjár konur og einn karl sem er ekki í anda jafnréttislaga. Málið varðar ekki síst réttindi umgengnisforeldra þar sem tæp 90 prósent eru karlar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, til dæmis sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ segir Kristín.Kristín ÁstgeirsdóttirSpurð hvort skýringin á skipan nefndarinnar með ójöfnum kynjahlutföllum eigi mögulega rætur að rekja í hugsanlegan mun á skipan stjórnar, nefndar eða verkefnisstjórnar í lögum, svarar Kristín að hún fái ekki séð mun þar á. „Það eru auðvitað vonbrigði að sjá skipan eins og þessa sem virðist ónauðsynleg. Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en það er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ segir Kristín. Verkefnisstjórnin hefur hafið störf. Forsagan er sú að 1. september kom út skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslan var unnin í kjölfar ályktunar Alþingis um að fela innanríkisráðherra að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Niðurstaða starfshópsins var að í ýmsum gildandi lögum, reglugerðum og reglum sé bersýnilega aðstöðumunur milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og ala þau upp á tveimur heimilum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Jafnréttisstofa mun kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra í verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta sem fjallar um hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Fjórir skipa nefndina; þrjár konur og einn karl sem er ekki í anda jafnréttislaga. Málið varðar ekki síst réttindi umgengnisforeldra þar sem tæp 90 prósent eru karlar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, til dæmis sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ segir Kristín.Kristín ÁstgeirsdóttirSpurð hvort skýringin á skipan nefndarinnar með ójöfnum kynjahlutföllum eigi mögulega rætur að rekja í hugsanlegan mun á skipan stjórnar, nefndar eða verkefnisstjórnar í lögum, svarar Kristín að hún fái ekki séð mun þar á. „Það eru auðvitað vonbrigði að sjá skipan eins og þessa sem virðist ónauðsynleg. Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en það er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ segir Kristín. Verkefnisstjórnin hefur hafið störf. Forsagan er sú að 1. september kom út skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslan var unnin í kjölfar ályktunar Alþingis um að fela innanríkisráðherra að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Niðurstaða starfshópsins var að í ýmsum gildandi lögum, reglugerðum og reglum sé bersýnilega aðstöðumunur milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og ala þau upp á tveimur heimilum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira