Innlent

Clinton vinsælust meðal Íslendinga

Bjarki Ármannsson skrifar
Tæplega 53 prósent Íslendinga myndu kjósa Hillary Clinton til embættis forseta Bandaríkjanna.
Tæplega 53 prósent Íslendinga myndu kjósa Hillary Clinton til embættis forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Tæplega 53 prósent Íslendinga myndu kjósa Hillary Clinton til embættis forseta Bandaríkjanna, ef þeir væru á kjörskrá þar í landi og kosið yrði í dag. Rúmlega 38 prósent myndu greiða Bernie Sanders, keppinauti Clinton í Demókrataflokknum, atkvæði sitt en á bilinu fjögur til fimm prósent myndu kjósa Repúblikanann Donald Trump.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Stuðningur við Clinton mældist meiri meðal íslenskra kvenna en stuðningur við Sanders meiri meðal karla. Stuðningur við Sanders eykst með lengri skólagöngu en eldri svarendur voru líklegri til að kjósa Clinton.

Nær öll „atkvæði“ Íslendinga skiptast á milli Demókratanna tveggja en stuðningur við frambjóðendur Repúblikanaflokksins og annarra flokka mældist lítill sem enginn. Trump mældist í könnuninni með 4,4 prósent, Ted Cruz með 1,5 prósent, Marco Rubio með 1,2 prósent og aðrir innan við eitt prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×